Tuesday, March 30, 2010

Bað einhver um innblástur?

Göngutúr í Tálknafirði klikkar ekki..

Læt fylgja með brot úr ljóði eftir Tómas Guðmundsson, sem passar bara of vel við daginn :-)

Og léttir geislar glitra um lygnan fjörð
eins og glóbjört minning um tunglskinið frá í vetur.
Ó, engan ég þekki, sem gæti gert þetta betur
en guð, að búa til svona fallega jörð.

Svo langar mig að byðja ykkur sem lesið um smá greiða. Mig vantar ábendingar um falleg ljóð eða lagatexta fyrir smá verkefni sem ég er að vinna í. Því fyrr sem þið skellið inn ljóði, því fyrr fáið þið að sjá það ;-)


No comments:

Post a Comment