Wednesday, April 14, 2010

Sumarlegur kjóll

átti í smá stríði í gær við saumavélina góðu, en ég sigraði að lokum!! Og þetta er útkoman:Efnið keypti ég á nytjamarkaðinum hér á Selfossi um daginn fyrir 300 kall.. Svo þessi kjóll hefur í mesta lagi kostað um 500 krónur, á reyndar eftir að kaupa smellur og ætli þær verði ekki það dýrasta við kjólinn ;-)
Það er hægt að finna fullt af flottum efnum á þessum nytjamörkuðum, gamaldags efnum jafnvel sem maður finnur ekki í efnabúðunum.

Ég notaði sama snið af efri partinum og ég notaði að hvíta kjólnum fyrir hana um daginn, nema ég hafði þennan kjól opinn í bakið. Ég notaði líka meira efni í pilsið svo það er meira um sig. Að lokum bætti ég smá efni við axlirnar ;-)

Þetta er svo lítið mál að gera, hef tekið svona 2 tíma í þetta, mest af þeim tíma var EMí að skottast í kringum mig. Svo ef ég get þetta þá geta þetta allir!

Mæli svo með því að allir skelli sér út í góða veðrið, eins og við Erla ætlum að gera :-)

3 comments:

 1. Ég er sammála því sem þú sagðir áðan, þessi kjóll er bara OF FLOTTUR! :)
  glæsilegt hjá þér systir!

  ReplyDelete
 2. Vá hann er æðislegur!

  ReplyDelete
 3. Vá myndaskapurinn!! ;) Afskaplega sætur kjóll!

  ReplyDelete