Sunday, October 2, 2011

Afmælisgleði

Hér var haldið upp á þriggja ára afmæli á laugardaginn. Þetta var einstaklega vel heppnaður dagur. Fullt af fallegum gestum, gjöfum og kortum! Mamman passaði sig auðvitað á því að föndra og baka nóg! Hér koma fuulllt af myndum frá deginum!


Fallega krúsin sem ég fékk að gjöf þegar ég útskrifaðist í vor fékk loksins það hlutverk sem hún þráði.Að vera fyllt af litríku sælgæti!

M M M!!!

Afmælisbarninu þótti þetta líka sniðug hugmynd! Fannst þó sín hugmynd um að fá sér nammið í morgunmat enn betri. Foreldrarnir voru því ekki sammála... heheHér var gleðin við völd!

Blöðrur voru hengdar á hvolf! Litlan valdi sjálf þessar hvítu blöðrur en þær fengu litrík bönd til að hanga í. Ég festi þær svo í gardínukróka og upp í kappann.
Frekar mikið kósý!
Fallegu rósirnar frá Mattafa og Siggömmu

Hengdum þetta fyrir ofan sófann sem var svo berrassaður eftir að ég færði myndina sem hékk þar.
Hoppandi kát!

þriggjára!

Nokkur reyniber fengu að koma inn og taka þátt í fjörinu. Svo dásamleg!
Litrík kerti í krukkum

Hér sést í dúkinn sem ég föndraði en hann á skilið sér póst! Kemur á næstu dögum :-)Verið að skreyta bleiku kökuna
Kominn tími til að sungið væri fyrir hana! Hún syngur alla daga fyrir okkur þessi dásamlega stelpa!


Og þá eru það kræsingarnar

Borðið rúmaði þær ekki allar svo gluggakistan var notuð líka!


Takk fyrir daginn elsku fólk!


2 comments:

  1. vá ég gæti grátið mig langaði svo í þessar kökur!!!

    Frábærar myndir:)!!

    Kv. Sigríður Etna

    ReplyDelete
  2. Já þú mátt sko aaaaalveg gráta yfir því Sigríður! Þær voru OF góðar!!

    ReplyDelete