Friday, December 30, 2011

Ýmislegt og allskonar










Rakst á ótrúlega skemmtilegar pælingar hjá Svönu á Svart og Hvítu. Ef þið hafið ekki lesið þær eða kommentin, mæli ég með að þið gerið það núna :-)

Gott til að minna okkur föndrara á að við skulum vera duglegar að sækja okkur innblástur úr öllum áttum, duglegar að skapa og reynum að vera fyrst og fremst frumlegar í öllu föndrinu!

Hér er grein sem ég rakst á inná innihald.is um jóla og áramótahefðir. Mér finnst áramótapælingarnar sérstaklega skemmtilegar! Því mér finnst einmitt áramótin snúast um kósýfíling frekar en partý. 

Annars langaði mig til þess að hvetja alla til þess að fara að huga að markmiðum fyrir árið 2012! Ég gerði það í fyrra og hengdi listann upp þannig að ég hafði hann alltaf fyrir augunum til að minna mig á. Það tókst ekkert allt en flest. Ég er sjálf farin að hugsa um atriði sem ég ætla að setja á listann fyrir næsta ár. Hér eru ráð sem gott er að hafa í huga við markmiðasetninguna, frá krúttunum á A Beautiful Mess.

Mín markmið munu aðallega snúa að stóru skemmtilegu verkefnunum sem tengjast heimilinu, því hér er ýmislegt sem ég vil breyta og bæta; föndrinu mínu sem ég hef miklar og stórar hugmyndir um og svo forminu á sjálfri mér sem ég vil bæta.

No comments:

Post a Comment