Tuesday, February 14, 2012

Ofurhetjur!

Í ágúst í fyrra saumaði ég skikkju fyrir soninn. Hann var alveg Batman sjúkur og því hafði ég loksins not fyrir hræðilega ljót svört sængurföt sem höfðu legið inn í saumaskáp.
Þar sem hann var að springa úr spennu lá hann nánast á bakinu á mér allan tímann og fylgdist með öllu ferlinu. Saumaskapurinn var ekki beinlínis fallegur en það skipti engu, drengurinn var alsæll!


Svo á laugardaginn varð dóttirin eitthvað svo leið yfir því að hún ætti enga skykkju svo ég leyfði henni að velja sér efni úr skápnum. Hún valdi blátt flís og ég notaði rauðan borða sem band.

Núna á ég tvær ofurhetjur! :)

2 comments:

  1. Dúllurnar, og flottar skikkjur hjá þér.

    Kv.

    María

    ReplyDelete