Sunday, May 13, 2012

Mamma


Algerlega það besta í heimi er að vera mamma. Ég hefði aldrei trúað því hversu miklu betra lífið verður við það að eignast barn. Eiginlega tekur það stökkbreytingum.
Dætur mínar fá mig til þess að langa til að verða betri, duglegri, þolinmóðari, hugrakkari og sterkari. Þær sjá til þess að ég er upptekin alltaf sem hefur þann kost að mér leiðist aldrei og svo minna þær mig stanslaust á það að vera þeim góð fyrirmynd. Mig langar til þess að verða besta mamma í heimi fyrir þær því svo mikið eiga þær skilið. 

2 comments:

  1. Sérlega yndisleg mynd af ykkur :)

    ReplyDelete
  2. Ójá, þetta er sko besta hlutverkið (og setur lífið á hvolf!) hrikalega sæt mæðgna mynd- like!

    ReplyDelete