Tuesday, June 12, 2012

DIY stuð

Pinterest er fullt af föndri úr málningarlitaprufum. Það er ekki skrýtið að maður fyllist innblæstri þegar maður skoðar þar.

Stundum lendir maður líka í smá bobba og vantar sniðuga lausn til að bjarga sér.
Málið er það að okkur var boðið í fermingu um helgina. Búandi lengst frá öllu ákvað ég að panta gjöfina frá vefverslun. Það tókst ekki betur en svo að pakkinn skilaði sér ekki á réttum tíma.

Ofan í skúffu átti ég þetta litaspjald

Ég klippti út eitt hjarta og strikaði eftir því á nokkra af litunum og klippti svo út

Þræddi upp á tvinna og voila! Garland fæddur :-)


Erla Maren skottaðist svo út í garð og kom inn með óskastein fyrir Rakel sína, við skelltum honum í krukku. Ég vafði garlandinum utan um hana og festi svo laufblöð til að fela lokið. 

Sætur borði til að festa blöðin alveg niður 


Úlalla! Rosa fínt!

Eins gott samt að alvöru gjöfin fari að mæta á staðinn!

<3 Dúdda

1 comment:

  1. Þær gerast nú varla sætari og persónulegri gjafirnar en þetta, æði!

    ReplyDelete