Í 300 króna kjólnum. Er hann ekki fínn, svona myntugrænn með endalaust af litlum litríkum blómum :-)
Ég er búin að eiga hann lengi lengi en málið var að annar hlírinn var slitinn. Ég er búin að snúast í marga hringi með það hvernig ég eigi að græja hann að ofan. Lausnin var á endanum að klippa hlírana alveg af og smella sér í blúndubol undir. Það einfaldasta er oftast bara það besta :-) Ég fílaði mig mikið vel í honum á dansgólfinu og er nokkuð viss um að hann verði notaður meira í sumar :-)
Flottur kjóll og lausnin með hlýrann snilld...þú ert svo sniðug að það er nú meira...dæs :)
ReplyDeleteFylgist alltaf með ykkur þó það sjáist sjaldan :s
Kv,
- Elísabet í Njarðvík
Kjóllinn er sætur en yndisleg sumarkvöldbirtan á myndunum er ennþá betri- minnir mann bara á böll á björtum sumarnóttum!
ReplyDelete