Thursday, June 7, 2012

Hálsmen :)

Það er nú þó nokkuð langt síðan ég bjó þetta hálsmen til. Það er gert með því að klippa gamlan bol niður niður í ræmur og föndra svo úr ræmunum... fékk þessa hugmynd á pinterest og ég er búin að búa til nokkur í viðbót, set inn myndir af þeim seinna og link ef einhver hefur áhuga.  


Svo notaði ég eitt bandið sem varð til úr bolnum til að gera þetta hálsmen um daginn, bara nokkrar krúttlegar perlur þræddar upp á.

 



1 comment:

  1. Sniðugt hjá þér - Pinterest er náttúrulega bara snilld.

    ReplyDelete