Er stútfull af tilfinningum á þessum síðasta degi ársins. Kveð gamla árið með þakklæti og horfi spennt fram á veginn. Trúi því að árið 2013 verði mér og mínum gott. Gleðilegt nýtt ár kæru vinir
Mér líst rosalega vel á stjörnuspána hjá mogganum fyrir árið 2013. En við hjónin erum bæði tvíburar. Það stefnir allt í hörkuár! :-)
” Tvíburinn hefur svo sannarlega lært sína lexíu í samböndum á árinu sem er að líða og ekki er ólíklegt að hann sé enn hálfringlaður í kollinum nú þegar nýtt ár er í þann mund að ganga í garð. Líklega er hann loks búinn að ákveða hvort hann ætli að stíga skrefið til fulls eða ekki (samræðurnar sem hann á við sjálfan sig daginn út og inn munu þó ekki hljóðna). Nú stendur valið um það hvort tvíburinn ætlar að leggja á djúpið á þessu ári eða halda sig á grunnsævi, þar sem hann kann óneitanlega betur við sig. Þrátt fyrir að tvíburinn kunni vel við sig á yfirborðinu mun hann samt alltaf finna hjá sér hvöt til þess að dýpka tilveru sína á næstu misserum og gera hvað hann getur svo líf hans verði traustara, í meira jafnvægi og veiti honum meira öryggi en áður. Þótt það virðist í mótsögn við síbreytileg eðli tvíburans mun hann loks upplifa mikla vellíðan í kjölfar meiri stöðugleika á næstu árum. Vindar breytinganna munu loksins hætta að blása á árinu sem nú fer í hönd og framundan er tími uppbyggingar. Tvíburinn þarf líka að gefa sér tíma til þess að horfa á inn á við og finna sér tíma til þess að sofa, dreyma, skrifa, teikna, halda dagbók eða hvaðeina sem sálin mun þarfnast á næstunni.”
Ég er tilbúin í meiri vellíðan, stöðugleika og öryggi! Við erum að tala um tíma uppbyggingar líka :-)Síðasta setningin gæti svo ekki talað meira til mín held ég!
Áramótakveðja!
Dúdda <3
Gleðilegt árið og takk fyrir það gamla :)
ReplyDelete*knús*
Soffia