Thursday, January 10, 2013

Erla Maren listamaður

Það er búið að standa til lengi að fá Erlu Maren til þess að mála fyrir mig listaverk til þess að hafa á skenknum inní stofu. Á bak við skápinn er nefninlega hurð að geymslu sem nauðsynlegt er að hylja.

Í síðustu bæjarferð skaust ég því inní Söstrene Grene og valdi nokkra fallega liti.

Fyrir bakgrunn settum við smá af fallegum bláum útí hvítan.

Og verkið var hafið! :-)
 Einbeitt :-)
 Allt að gerast!
  :-)
  Og myndin svo komin á sinn stað! :-) Svo mikið fín og mamman aaaalsæl!
Myndin tengist áramótunum en þarna má m.a. sjá Brennu og ljósadýrðina á himnum.


Kv. Dúdda <3

1 comment: