Wednesday, February 13, 2013

Öskudags


Já hér eru þær! Erla Maren sem Lína Langsokkur og Ragna Evey sem herra Níels.

Erla var sko alveg til í smá myndatöku áður en við drifum okkur á ballið :-)

Ragna ekki eins mikið.... Ég á því alveg heilan haug af hreyfðum myndum núna ;-)

 :-)

 Alveg heilluð af skrautinu úr tunnunni.
 Þessari fannst það ansi fínt líka.
Ég elska svo mikið svona búninga sem lítið mál er að búa til.  Ég var reyndar svo heppin að Mamma hjálpaði mér að græja búningana í ár :-)

Í Rögnu búning þurftum við brúnan bol og sokkabuxur, of lítinn bol og stuttbuxur. Tókum svo brúna húfu og dekktum aðeins með matarlit. Saumuðum á hana apaeyru. Saumuðum svo skott aftan á stuttbuxurnar.

Í Erlu búning fóru 3 gamlir síðermabolir af mér sem voru klipptir til og svo saumaði mamma svuntuna úr efni sem við áttum til. Það eina sem var keypt í búningana var spreyjið í hárið á Erlu Maren en tengdó voru svo góð að senda okkur það að sunnan.

Ég vona að þið hafið öll skemmt ykkur vel í dag! :-)

Kv. Dúdda <3


1 comment:

  1. Flottir búningar, öskudagurinn er skemmtilegasti dagur ársins!
    Kv. Hanna

    ReplyDelete