Þegar maður á fjögurra ára stelpu sem man allt má maður vera viss um að þurfa að kaupa snakkpokann sem var búið að lofa. Okkur fannst kjörið að fara með pokann niðrí fjöru á leiðinni til ömmu og afa og borða hann þar.
Piknikk í fjörunni! Teppi, vorveður, 2 alvarlega sætar hnátur, agalega sáttar með snakk. Þennan dag lærði ég líka að það henta fáir staðir eins vel til snakkáts og fjaran! Það þarf ekkert að ryksuga eftir á! ;-)
Gott fyrir bumbubínu að hvíla sig aðeins á teppinu meðan dæturnar skoða sig um í fjörunni sem er alltaf jafn heillandi.
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment