Tuesday, March 5, 2013

Phonto

Phonto er skemmtilegt app sem ég er nýbúin að setja í símann minn. En með því get ég sett texta inná myndir og valið úr ótal leturgerðum. Svo er hægt að stækka og minnka eins og maður vill, velja úr litum og velja staðsetningu og það besta er hvað það er allt einfallt og hlýðir manni strax.Fjörðurinn sem er fallegur sama hvernig viðrar..


 Gullkorn frá þeirri sem verður bráðum tveggja ára. Hún veit alveg hvað það er sem henni líkar. Dóra og Klossi og svo Elvis Presley ;-)


Mæli með því að þið sækið appið og farið að leika ykkur! :-)


Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment