Saturday, April 20, 2013

Gleðidagar

Hér í Þorlákshöfn er rosalega skemmtileg helgi í vændum. Við erum búin að syngja afmælissönginn og gefa elsku litlu Rögnu Evey pakka en hún er 2ja ára í dag.

Á morgun ætlum við svo að láta skíra litla manninn. Ég veit um nokkra sem eru spenntir fyrir því hvaða nafn honum verður gefið. Held ég verði að drífa mig svo fljótlega í epal og kaupa mál með upphafsstafnum hans. En þessi mál fengu systurnar að gjöf frá ömmu sinni um daginn. Dásamlega falleg! :-)


 Hér eru þau saman stjörnur morgundagsins sem fá tryllta veislu! :-)
Núna ætlum við að skella í eina bleika skúffulöku í tilefni dagsins :-)

Kv. Dúdda <3

1 comment:

  1. Til hamingju með Rögnu, gefðu henni risa knús frá mér :) Hér á Miðtúninu verður 8 ára afmælispartý, risa batmanterta og fullt af gúmmelæði. Það er mikil spenna í loftinu það er svo æði að eiga afmæli. :)
    Kveðja Gulla Björgvins.

    ReplyDelete