Tuesday, April 23, 2013

Skírnin og afmælið

Veisludagurinn mikli var á sunnudaginn en það sem ég gerði til að skreyta salinn var að skreyta barnamatskrukkur með skrautlegu límbandi og svo bjó ég til fullt af pappírspátum sem ég setti svo smarties í. Mjög einfallt en rosalega krúttlegt :-)

Nafnið sem við völdum á litla gullmolann er Elmar Ottó. Við erum rosalega ánægð með það og það er búið að vera rosalega skemmtilegt að geta loksins notað það!

Við buðum fullt af fólki sem okkur þykir vænt um í humarsúpu og brauðbollur og svo var rosa marengsbomba með kaffinu.

Hér er ein mynd úr athöfninni sem lýsir vel stemmningunni en þarna má sjá afmælisbarnið dansa á meðan presturinn blessar barnið.



 Auðvitað var svo afmælissöngurinn sunginn fyrir elsku Rögnu Evey og hún gerði heiðarlega tilraun til að blása á kertin ;-) Kom sér vel fyrir hana að eiga stóra systir sem gat hjálpað.

 Ein mynd af ríku mömmunni með strákinn sinn :-)
Við hefðum aldrei getað haldið svona flotta veislu án aðstoðar frá dásamlega fólkinu okkar! Það er svp sannarlega gott að eiga góða að!


Kv. Dúdda <3

1 comment: