Monday, April 15, 2013

Í sama liði

Þessar litlu systur standa saman þessa dagana.
Þær eru duglegar að leika sér saman, eru eiginlega alltaf óþekkar á sama tíma og svo rífast þær líka stundum saman hehe :-)


Lífið þeirra er heldur betur búið að breytast. Það er ekkert grín að eignast lítið systkyni, hætta í leikskólanum og flytja eiginlega allt á sama tíma..

Með því krúttlegra sem hefur gerst síðan sá litli fæddist var þegar Ragna Evey meiddi sig aðeins og vissi að ég gæti ekki stokkið til að hugga hana strax. Þá kom þetta samtal:

RE: ,,Viltu kyssa meiddið?"
EM: ,,Ég?"
RE: ,,Já"
*Kyss*
RE: ,,Takk"

Og svo héldu þær bara áfram að leika sér.


Ó ji minn, ég hélt bara að ég myndi springa úr krúttheitum!Kv. Dúdda <3

2 comments:

  1. Heldur betur breyting fyrir litlu dömurnar! En þær aðlagast örugglega fljótt. Ég hlakka til að kíkja á ykkur í Þolló í sumar :) kv. Ösp

    ReplyDelete
  2. Í gegnum súr og sætt :) Algjörlega best að eiga góð systkyn :)
    kveðja Gulla frænka

    ReplyDelete