Tuesday, July 2, 2013

Bókasafnið

 Síðan við komum til Þorlákshafnar höfum við eignast fullt af nýjum bókum. Enda búin að halda uppá afmæli og skírn síðan. Svo hef ég nokkrum sinnum dottið í lukkupottinn í nytjamarkaðinum á Selfossi en um daginn voru allar bækurnar þar á 50 krónur.

Hér fyrir neðan má sjá nýju bækurnar t.v. og þær sem við komum með okkur að vestan t.h.

Nokkrar uppáhalds hjá mér:

1. Jólalagabókin eins og við áttum í Ólátagarði þegar ég var krakki. Fyrir litlu jólin í skólanum var bókin mikið notuð til þess að búa til jólakort þar sem kalkípappír kom sterkur til leiks. Enda er bókin full af fallegum englamyndum! 
2. Ævintýri barnanna. Fullkomin bók til að taka með sér í ferðalagið. Hún er stútfull af ævintýrum sem allir verða að þekkja. Þarna sést líka í sögu um börnin í Ólátagarði.
3. Prikið hans Steina. Gullfalleg bók um ímyndunaraflið.
4. Flipabók um múmínálfana <3
5. Gosabókina hef ég ekki enn náð að lesa en falleg er hún
6. Rigningarbíllinn: Keypti þessa bók vegna þess að ég sá að hún er eftir þann sama og skrifaði Ferðin til Panama en ég held ég verði að segja að hún sé uppáhalds barnabókin mín. Ég á hana því miður ekki ennþá en held áfram að hafa augun opin. Þessi saga er allt öðruvísi og alls ekki eins góð en alveg ótrúlega fyndin. Sérstaklega síðustu síðurnar! Haha ég skellihló og stelpurnar mínar horfðu bara á mig með stóru augunum sínum ;-)


Kv. Dúdda <3

2 comments:

  1. Ég þarf greinilega að gera mér ferð á nytjamarkaði og hafa augun opin fyrir svona gullmolum!

    ReplyDelete
  2. Skrifaru inní hver fékk bækurnar, hvenær og frá hverjum? Finnst það svo sniðugt:)!

    ReplyDelete