Það er svo mikilvægt annað slagið að taka fínar fjölskyldumyndir. Um helgina skelltum við fjölskyldan okkur út með Kristni bróðir og gerðum akkúrat það. Ég hafði eytt stórum hluta morgunsins í að finna út í hverju allir ættu að vera. Við drifum okkur svo út en þegar við vorum komin á áfangastað var alveg blint vegna snjókomu og ég alveg endalaust skúffuð! Við keyrðum því til mömmu til að kíkja í grjónagraut og hveitikökur eins og svo oft á laugardögum. Þegar við vorum komin inn á Eysteinseyri var hins vegar komið fínasta veður svo við gátum látið verða af þessu!
Myndirnar verða notaðar í jólakveðjurnar í ár svo ég set þær ekki hér inn en hér eru 2 sem mér finnst voða fínar :-)
Hvet alla til að skella sér út með fjölskylduna í myndatöku. Passa bara uppá að litirnir í fötunum tali svolítið saman ;-)
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment