Friday, November 15, 2013

Kósý dagur

Hér á heimilinu hafa verið svolítil veikindi síðustu daga. Í dag erum við öll saman heima fjölskyldan, allir sæmilega hressir svo við ætlum að eiga góðan dag. Ég ætla að gleyma lærdóminum aðeins og einbeita mér bara að því að eiga góðan dag. Mögulega föndrum við mæðgur aðeins með tröllaleir. Mögulega og vonandi!


Hér er ein mynd frá heimilinu en ég er aðeins búin að leika mér við það að færa til húsgögn. Græna kommóðan sem var áður á ganginum er komin inní barnaherbergið en þessi litli skápur komin í hennar stað. Í stóra rammanum er innpökkunarpappír sem ég keypti í Vestfirzku versluninni fyrir ca. tveim árum. En ef þið horfið vel sjáið þið Vestfjarðarkjálkann aftur og aftur í mynstrinu. Mér fannst pappírinn svo fallegur að hann ætti heima í ramma uppá vegg.
Lélegu gæðin á myndinni skrifast á að stóra myndavélin er í láni og það fer ekkert of mikið fyrir birtunni hjá okkur þessa dagana.Góða helgi.
Kv. Dúdda

No comments:

Post a Comment