Friday, November 22, 2013

Körfur

Hér heima hjá okkur reynum við að hafa leikföngin í leikherberginu, fyrir utan pleymódótið sem er í svefnherbergi barnanna. Inní stofu er hins vegar alltaf karfa með leikföngum frá Elmari Ottó. Þessi litla bastkarfa er svo falleg og passar fallega þar inn.

Það er gaman þegar geymslustaðir leikfanganna eru falleg. Mamma bjó þessa til og ég er eiginlega bara með hana í láni, meira að segja án þess að hafa beðið um það. Hún er bara hér... Ég benti mömmu hins vegar á það um daginn og lét hana vita að ég myndi sennilega ekki skila henni fyrr en hún myndi búa til aðra fyrir mig ;-)


Ég sá þessar körfur á síðunni hjá Ikea og var mjög hrifin. Sérstaklega afþví þær kosta ekki mikið ;-) Ég sé fram á að leikföngum eigi eitthvað eftir að fjölga eftir nokkrar vikur svo það væri ekki vitlaust að fjölga líka körfunum.
Gullfalleg en þolir sennilega ekki mikið álag en börnin mín hafa lagt ýmislegt á greyjið okkar..

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment