Thursday, January 16, 2014

Molar

Tengdamamma var svo góð að taka af okkur fjölskyldumynd á jólunum. Erfitt að fá alla til að horfa í sömu átt þegar fjölskyldan er allt í einu orðin fimm manna....

Stundum eru hreyfðar myndir samt dýrmætar. Allt uppáhaldsfólkið mitt á einni mynd.

Aðeins að vera góð við mig á sunnudagsmorgni - yndislegt að henda sér aðeins aftur uppí.

Þessi gerir það oft. Hann elskar að leggja sig aðeins og ég elska að horfa á hann svona. Sjá þessi augnhár!

Þessir fallegu dagar sem óhætt er að kíkja út án þess að þurfa að óttast að brjóta bein. Klakinn má alveg fara að yfirgefa svæðið. Mögulega er hann að bíða eftir að sólin kíki á okkur og hjálpi til við það.

En þessari stóru gulu er alveg að takast að ná upp fyrir fjöllin. Ragna er sátt við það. Það er fullkomlega eðlilegt að Ragna Evey skyggi á sterkustu geisla sólarinnar enda sé ég sjaldnast sólina fyrir henni.

Kv. Dúdda <31 comment:

  1. Krúttaðu ekki yfir þig hvað þetta eru sætar myndir! Maður bráðnar.

    ReplyDelete