Thursday, January 2, 2014

Vertu velkomið 2014

Mynd tekin á síðasta degi ársins 2013 þegar við gerðum heiðarlega tilraun til að komast í Pollinn. Þegar bíllinn snérist á hlið á veginum var hins vegar ákveðið að skella sér bara í sturtu heima. Gott samt að hafa komist á smá rúnt og kíkja aðeins á fallega fjörðinn.

Ég kveð sátt við árið 2013. Fæðingarárið hans Elmars Ottós. Árið sem fjölskyldan okkar Alla varð tilbúin. Árið einkenndist af breytingum og ævintýrum.


Nýja árið leggst vel í mig. Ég sé fram á að hafa nóg af verkefnum til að glíma við sem ég er gríðarlega ánægð með. Það þýðir ekkert að láta sér leiðast sjáiði til!

Kv. Dúdda <3

1 comment: