Um daginn var ég með saumaklúbb og fór mikill partur þess dags í undirbúning fyrir hann þar sem stelpurnar tvær skottuðust í kringum mig og "hjálpuðu" mömmu. Þær fengu auðvitað að smakka flest allt en voru frekar fúlar að fá ekki að taka þátt í fjörinu um kvöldið.
Ragna Evey tilkynnti mér það þá að hún vildi líka fá konudag :-)
Og því var ekkert annað í stöðunni en að hafa konudag strax daginn eftir. Ragna óskaði sér jarðaberjarjóma og Erla bað um bleikt krem. Það fylgdi hvorugri óskinni hvað ætti að vera með rjómanum/kreminu. Svo ég ákvað að baka nutellakökurnar sem ég sá á síðunni hjá Guðrúnu Veigu og amerískar smákökur sem við gátum svo blandað saman við rjómann og kremið. Auðvitað var smá kökuskraut látið fylgja með. Voða ljúft :-)
Þessi borðaði ekki mikið af sætindunum frekar en vanalega en skreytti nokkrar kökur svona vel.
Ójá. Það þarf oft ansi lítið til að gleðja litla kroppa.
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment