Monday, February 17, 2014

Blúnduveggur

Ég var búin að hugsa lengi hvað ég ætti að hengja upp á vegginn fyrir ofan skenkinn. Mig langaði í eitthvað stórt en samt ekki yfirþyrmandi. Svo var pabbi minn svo elskulegur að finna fyrir mig langa og mjóa spítu sem ég málaði hvíta. Svo vöfðum við blúnduefninu nokkra hringi og pabbi skrúfaði hana svo upp á vegg. Kemur mjög vel út. Svo er auðvitað hægt að leika sér endalaust að því að skreyta blúnduna. Svona leit þetta út um jólin.

En núna fyrir föstudaginn var ég búin að færa hjartalengjuna frá því á bóndadaginn á blúnduna. Rosalega krúttlegt finnst mér :-) 



Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment