Wednesday, February 19, 2014

Langar

Mig langar í svona hjól. Ég gæti hjólað útum allt með börnin mín þrjú með mér. Hjólað með stelpurnar í leikskólann og sótt þær svo aftur - hjólandi! Draumurinn. Svo gæti ég farið í búðina og verslað og hjólað heim með vörurnar án þess að það væri mikið mál. Ég gæti líka tínt endalaust af blómum og líka fullt af fallegum steinum og hjólað með þá út um allt og svo heim. Ég gæti meira að segja boðið Alla mínum á rúntinn. Þetta fallega hjól kostar hins vegar aðeins meira en ég gæti eytt í hjól. Um 270 þúsund. Þegar ég vinn í lottó verður þetta það fyrsta sem ég kaupi. Kona má láta sig dreyma!
Mæli með að þið kíkið á síðuna hjá Madsen hjólunum.


Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment