Friday, February 21, 2014

Lítil fingraför

Lítil fingraför útum allt heima hjá mér. Á öllum speglum og rúðum - alltaf. Hér eru gluggarnir lágir sem þýðir að litlu skotturar eiga mjög auðvelt með að kíkja út um gluggana og sjá hvað er í gangi hér í þorpinu. Það er alltaf vinsælt að fylgjast með krumma og vinum hans og líka hvað krakkarnir eru að brasa - vonandi fer þó bráðum að vora svo við förum að sjá meira af krakkaormum að leika úti. En það fylgir því þegar maður er næstum þriggja og fimm ára að þegar maður horfir út á fallega útsýnið fer hugurinn á flug og oftar en ekki fylgja líka litlir fingur og litlar tungur.

Ég myndi taka miklu fleiri spegla myndir ef speglarnir væru ekki alltaf svona ;-)

En þennan dag var Ragna Evey lítil slöpp löpp og var því heima með okkur Elmari Ottó eða "Oddó" eins og hann kallar sig :-) Þegar ég sat svo þarna við snyrtiborðið og fylgdist með systkinum leika sér gat ég ekki annað en tekið eftir litlu fingraförunum á speglinum. Ég dæsti og var pínu pirruð enda nýbúin að fara yfir alla spegla og rúður - mundi þá að það var ég sem smellti litla manninum uppá borðið deginum áður til að fraramkalla smá bros. 
En það er smá tilgangur með þessum litla pósti  því ég trúi ekki að ég sé eina mamman með kámuga glugga. En tilgangurinn er sá að mig langar til að deila því með ykkur hvernig ég þríf rúðurnar - nokkrum sinnum í viku. Alltof oft en samt ekki nógu oft. Ég nenni ómögulega að vera með gluggasköfuna í hvert sinn og meika ekki að vera að spreyja eitri á rúðurnar sem skilur hvort eð er alltaf eftir allt í rákum. En það sem ég nota s.s. er stjörnuklútur frá Enjo. Snilldartuska sem gerir gluggana skínandi fína á augabragði! :-) Bara tuskan og vatn.

Eigiði dásamlega helgi. Helgin okkar verður stútfull af allskonar skemmtilegu þar sem við fáum meðal annars góða vini í heimsókn. Er það ekki vorboði?

Kær kveðja Dúdda <3

No comments:

Post a Comment