Thursday, March 13, 2014

Góðir tímar

Það hefur verið ansi fjörugt hjá mér síðustu tvær vikur. Ofan á allt þetta venjulega bættust við tvær vikur í vettvangsnámi. Svona var útsýnið einn daginn útum skólastofu gluggann. Yndislega fallegt en ég er alveg tilbúin í vorið.

Helgina á milli vettvangsviknanna tveggja var ég svo heppin að fara með 11 dásamlegum unglingum í ferðalag til höfuðborgarinnar þar sem við skelltum okkur á samfestingsballið og gerðum ýmislegt fleira. 

Ég keypti meðal annars þennan myntugræna kertastjaka í Söstrene grene. 
Skemmtilegur í þessum hóp í gluggakistunni á meðan veðrið barði á glugganum.

 Hér er svo mynd sem ég deildi með instagram vinum mínum í gær en stóru myndina máluðum við mæðgur fyrir svolitlu síðan. Ég ákvað litina og málaði með þeim bakgrunninn en Erla sá aðallega um listaverkið sjálft. Minni myndina gerði Ragna á leikskólanum. Veifuna gerði ég en ég hef svolítið verið að leika mér að búa svoleiðis til. Öllum er velkomið að elta mig á instagram en þar er ég @jeduddamia.



Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment