Tuesday, March 11, 2014

Sund

Sú hreyfing sem mér finnst best að stunda er sund en mér finnst samt eiginlega mjög erfitt að skilja börnin mín eftir heima til að stinga af í sund. Stelpunum finnst æðilegt að fara í sund en með þær með í för get ég lítið synt. En stundum bít ég á jaxlinn og er sjálfselsk. En ég kem líka alveg endurnærð heim. Í dag skellti ég mér í sund og synti nokkur hundruð metra. Það er svo góð tilfinninga að vinna í því að koma sér í form og finna hvernig vöðvar vakna úr dvala.

Ég hef séð svolítið af sund-myndum á pinterest undanfarið og hér koma þær:Jeannie Phan

Mér þykja sérstaklega fallegar myndirnar frá Elizabeth Olwen :-)

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment