Wednesday, March 26, 2014

Elmar Ottó eins árs

Elsku litli Elmar Ottó minn er eins árs í dag!! Uppáhalds litli strákurinn minn. Við erum ekkert lítið heppin fjölskylda að hafa fengið svona dásamlega viðbót í fjölskylduna okkar sem er allt í einu ekkert lítil lengur. En hún er akkúrat eins og hún á að vera. Á þessu eina stutta àri hefur komið í ljós að hann er glaðlyndur og rólegur, alger kúrubangsi sem gefur dásamleg lítil knús. Hann er líka svolítill grallari og gerir svolítið af því að stríða stóru systrum sínum:-)

Ég er enn í Reykjavík að læra og sakna hans mikið mikið í dag og þeirra allra. En ég er ekki bara að læra fyrir mig heldur líka hann og þau. Ég reyni að segja mér það í dag til að minnka samviskubitið..
Hitti hann örstutt á facetime í morgun og fékk að sjá hann með litla monsann sinn sem leyndist í afmælispakkanum.Eins og sjá má hef ég verið ansi dugleg að smella af okkur myndum saman og að fá fólk til að taka myndir af okkur saman. Já eins og sjá má er ég ekkert lítið hrifin af þessum litla manni!


Kv. Dúdda <3

1 comment: