Thursday, March 20, 2014

Hornið mitt

Hér er hornið mitt í dótaherberginu okkar. Þar sem ég læri og dunda mér í tölvunni þegar færi gefst.

Datt í hug að sýna ykkur smá hugmynd um hvernig hægt er að nýta listaverk barnanna. Hér notaði ég mynd sem Ragna Evey málaði sem verkefnalista fyrir þau verkefni sem eru eftir fyrir vorið.

 Þessi listaverk enda svo oft í ruslinu vegna þess að það er ekki hægt að geyma allt og því er þetta bæði pappírssparnaður og auk þess hefði ég aldrei getað gert verkefnalistann svona fallegan.


Ég ákvað að hafa stelpurnar heima í dag þar sem veðrið er ekki spennandi svo það er best að ég fari að hætta þessu hangsi og fari að raða í Barbí-ið með þessum elskum. Ég verð svo endilega að taka mynd af sniðuga húsinu þeirra sem Matti afi þeirra gerði :-)

Heyrumst!
Kv. Dúdda <3


No comments:

Post a Comment