Thursday, March 6, 2014

Öskudagsstuð


Þessar fóru í gær syngjandi sælar á grímuball. Að sjálfsögðu í stígvélum enda ennþá snjór úti.
Ragna er í kjól af mér (reyndar frá Árnýju systir;-) ) En Rögnu finnst það vera lykilatriði að kjólarnir nái vel niður í gólf þegar prinsessur eru annars vegar.. " Kjólnum" hennar Erlu var púslað saman úr nokkrum atriðum aðallega með öryggisnælum þar sem hún var of mikil prinsessa til þess að mega vera að því daginn áður til að standa í því að máta. En hún fór í undirkjól og þessar blúnduermar sem ég átti. Svo fundum við þetta blúnduefni sem við rykktum saman í mittið og bundum utanum hana, svo var því bara nælt við svo það héldi sér örugglega á réttum stað. Einfalt er ekkert alltaf verra :-)

Við tókum auðvitað nokkrar myndir áður en lagt var af stað þar sem þær sýndu mömmu sinni hvernig prinsessur gera.

 Lyftu svo kjólunum að sjálfsögðu meðan gengið var í snjónum:-)

Hér sjást kórónurnar sem við föndruðum með blúndu og gullspreyi. Þær urðu ekki eins gylltar og ég bjóst við en eru bara voða fínar.

 Hér kemur svo herra Elmar Ottó sem mætti á ballið sem Arsenal fótboltakappi. Sama hér - einfaldleikinn í fyrirrúmi en hann átti þessa samfellu. Svo klippti ég bara "sokkana" af sokkabuxum bjó til fyrirliðaband úr þeim líka. Að sjálfsögðu varð hann svo að hafa eitt svona töffara hárband líka ;-)Hér koma svo 3 myndir sem lýsa stemmningunni þegar búið var að slá köttinn úr tunnunni. Ég reyndi að ná mynd af þeim öllum saman en þar var ekki séns! haha

Ég tók engar myndir af því þegar karamellunum var kastað enda hafði ég öðrum hnöppum að hneppa þá..
Ég tók heldur enga mynd af mér í búningnum sem ég mætti í í skólann en ég fór s.s. sem sæng. Klæddi mig einfaldlega í sængurver sem ég var búin að klippa göt fyrir hendur og haus.

Niðurstaða dagsins. Ánægð börn og þreytt mamma. Og allir búnir að borða of mikið nammi.


Kv. Dúdda <3

1 comment:

  1. Þú ert nú meiri snillingurinn! Sæng á öskudaginn er komin í hugmyndabankann :)
    Kveðja Hanna :)

    ReplyDelete