Tuesday, March 4, 2014

Öskudagsundirbúningur

Ég man aldrei eftir öðru á þessum tíma árs en að vera á haus þegar kemur að því að finna til öskudagsbúninga. En þannig er það nú bara. En allavega þá erum við bara í klisjunum í ár. Stelpurnar þrá það heitt að vera prinsessur á öskudagsballinu á morgun og Elmar litli verður lítill fótboltamaður sem mun að sjálfsögðu tilheyra Arsenal.

Hér fyrir neðan má sjá kórónur verða til. Blúnda spreyjuð með gullspreyi. Voða fínt bara :-)
Ég reyni svo að skjóta hér inn mynd fljótlega af litla fólkinu mínu í búningunum. Kannski set ég bara líka mynd af mér því ég verð líka í búning á morgun en ég er í vettvangsnámi í skólanum þessa dagana og á morgun ætla kennararnir að mæta í búningum svo ég ætla líka. Bíðiði spennt! 

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment