Monday, April 14, 2014

Dásemdar helgi

Maður verður fljótt góðu vanur svo veðrið á föstudaginn var alveg til þess að gera mig pínu súra. Ég setti þessa mynd svo í póst þann daginn og því var ekkert annað að gera en að taka skilaboðin til sín og líta á veðrið sem tækifæri til þess að njóta þess að vera inni og kannski taka aðeins til. Það er aldrei vanþörf á því á þessu heimili!

Það stytti svo heldur betur upp og restina af helgini var dásamlegt veður og áttum við einstaklega góða daga. En á laugardaginn buðum við um 20 börnum í partý hér heima. Meira um það í kvöld! 

Eins og vanalega er síminn og myndavélin aldrei langt undan hjá mér. 

Byrjum smá myndayfirferð á fimmtudeginum.

Þessari leiðist ekki að kíkja í heimsókn til ömmu og afa í sveitinni. Hvolparnir eru spennandi og kötturinn líka og auk þess er alltaf öruggt að geta platað afa í að gefa sér svolítið nammi..

 En Sæla, tíkin á bænum gaut fyrir nokkrum vikum 7 litlum hvolpum. Hér er hann pabbi minn með einn þeirra sem planið er að halda á bænum en Ragna Evey kallar hana Kollý. Spurning hvort það nafn haldist svo?

Birtan - birtan - birtan!

Langþráð stund hjá þessari. Fengum leyfi til þess að stela einum krókus úr garði.

Elmar Ottó gaf systur sinni glaður far með vagninum. 

 Gærdagurinn var svo dásmemdin ein. Ynislegt veður og við nutum þess að eyða hellings tíma úti. Það er eins og allt bragðist betur þar. Ahaha Allir duglegir að borða :-)

Þessi vann svo páskaegg í bingóinu og leiddist það alls ekki neitt.

Deginum lukum við svo á með því að fara í pollinn. Hversu ljúft! Hversu ljúft!

Önnur vika að hefjast og annarlok nálgast. Vikan mun því einkennast af miklum lærdómi hjá mér en ég ætla samt sem áður að njóta þess að eiga gæðastundir með fólkinu mínu inn á milli. 

Góðar stundir.

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment