Tuesday, April 15, 2014

Frosinn partý

Það hefur staðið til í svolítinn tíma að halda smá partý hér heima fyrir stelpurnar og vini. Það sem átti að vera lítið fór svo yfir í að vera aðeins stærra og varð úr að við buðum hingað um 20 krökkum á aldrinum 3-7 ára. Ég var líka svo heppin að fá 3 dásamlegar tíunda bekkjar stelpur til að hjálpa mér.

Að sjálfsögðu föndraði mamman boðskort í símanum með studio appinu og leit það svona út..


Hjartað sló örlítið hraðar þegar boðsmiðarnir lágu svona margir á borðinu..

Fyrir öll almennileg partý þarf svo að skreyta. Áður en þið dæmið mig klikkaða fyrir skrautið skuluð þið bíða eftir næsta pósti þar sem ég ætla að sýna ykkur hversu einfallt þetta er í raun að búa þennan garland til.

Tími innigreinanna er svo kominn. Það finnst mér alveg dásamlegt. Ég get ekki beðið eftir að hún fari að laufgast. Svo eigum við auðvitað eftir að skreyta þessa elsku :-)

Systkinin bíða eftir gestunum og poppið komið í skálarnar.


Í svona partýum er svo lykilatriði að hafa veitingarnar einfaldar og hafa smá reglur um þær. En djúsið mátti drekka í eldhúsinu og svo buðum við uppá popp :-)

Svo var auðvitað mis mikill áhugi fyrir því að horfa á myndina en flestir voru mjög duglegir að horfa.

Já þetta var aldeilis skemmtilegt! :-)

Kv. Dúdda <3


1 comment:

  1. Þetta hefur aldeilis verið skemmtilegt :) Flottar myndir :)
    Kv. Solveig

    ReplyDelete