Thursday, May 1, 2014

Garlandagerð

Þegar við héldum Frosinn partýið um daginn hengdum við upp garlanda í stofunni. Þeir minntu svolítið á snjókorn og fannst stelpunum meira að segja að stofan breyttist í kastala. Já það þarf svo sannarlega lítið til.

En ef þið áttið ykkur ekki á því þá var mjög einfallt að búa þá til.
Það þarf bara hvít blöð, nál, bómullargarn og gatara. 
Svo er bara að gata og gata eins mörg blöð í einu og gatarinn ræður við.

Þræða nálina með garninu og lemja í gegnum bunka af doppunum. Ég sat í rúminu sem við erum með inní stofu og stakk nálinni alveg í gegn og ofan í dýnuna og þannig var þetta mjög einfallt og fljótlegt.


Svo er hægt að leika sér með liti og mögulega form. Ég bara þekki ekki hvort að svona gatarar séu til með öðrum formum en væri svo sannarlega til í að eignast svoleiðis. T.d. hjarta, stjörnu og stærri hring!

Kv. Dúdda <3

2 comments:

  1. Ó, það er sko til nóg af svona mynsturgöturum, hringir í mörgum stærðum, "scallop", fiðrildi, blóm, hjörtu, sexhyrningar....Hérna á klakanum hefur verið mest úrval í föndurstofunni.

    ReplyDelete