Monday, April 7, 2014

Ferðahelgi

Helgin liðin og hún leið hratt! Við fjölskyldan skelltum okkur sem sagt á Stokkseyri um helgina. Hittum mikið af fólkinu okkar og fögnuðum 70 ára afmæli ömmu hans Alla.

Eitt það besta við þessa ferð var að við gátum keyrt landleiðina sem var alveg dásamlegt. Landslagið er engu líkt og síbreytilegt. Ég hef auðvitað farið þessa leið ótal sinnum en það er eins og maður sjái alltaf eitthvað nýtt. Þar sem veðrið var dásamlegt á fimmtudaginn þá nýttum við okkur það að geta borðað nesti undir berum himni. Eins og sjá má þá voru systkinin alsæl með það!


Rétt fyrir brottför í gær ákváðum við svo að kíkja örstutt í fjöruna fínu á Stokkseyri og létum smá rigningu ekkert stoppa okkur. Við tókum auðvitað símann með og hér eru nokkrar myndir frá því:


Ragna frekar áhyggjufull á svipinn í Lindu peysunni sinni eins og hún kallar hana en Linda frænka er svona rosalega klár í höndunum!

Linda á ekki langt að sækja myndaskapinn því Erla amma er líka svona klár en hún gaf Elmari Ottó þessa æðislegu peysu í afmælisgjöf! Ég kemst ekki yfir það hversu flott hún er og fer litla manninum vel :-)

 Feðgarnir alltaf sætir.

Tilraun gerð til þess að ná þeim saman á eina mynd... Við bara höldum áfram að æfa okkur. Það hlýtur að koma ;-)

 Bleika fatan sem er alltaf í bílnum notuð til þess að geyma kuðunga.
 Mamman passar uppá að vera líka stundum fyrir framan myndavélina. Við verðum að gera það líka kæru mömmur, ef þið eruð ekki duglegar við það skora ég hér með á ykkur!
Elsku vinir fyrir sunnan sem mögulega lesið þetta. Leiðinlegt að hafa ekki náð að hitta ykkur öll en það eru víst takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að gera á þremur dögum. Munið líka að hingað eru allir velkomnir og það er alveg jafn löng leiðin vestur eins og suður. Ást og kærleikur!

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment