Wednesday, April 2, 2014

Vorið í gær

Í gær sóttum við Elmar Ottó stóru systurnar eins og alla aðra daga. Það sem var öðruvísi var að við fórum í búðina, keyptum okkur svala og kex og skelltum okkur í fjöruna á Eysteinseyri


Þetta þótti þessum elskum ekki leiðinlegt og ekki mömmunni heldur.

Það er ekkert smá sem góða veðrið hefur góð áhrif á mann :-)

Þessi 3 þurfa að komast sem fyrst út á sjó í þessum!

Alltaf einhver leikur í gangi hjá systrunum og það lítur út fyrir það að Elmar sé að kíkja eftir fiski ;-)

Nú læri ég á meðan sá stutti leggur sig en það verður fróðlegt að sjá hvaða ævintýri bíða okkar í dag eftir leikskóla! :-)

Njótiði dagsins!
Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment