Tuesday, April 22, 2014

Ragna litla Evey


Þann 20. apríl átti Ragnan mín afmæli. Þriggja ára hvorki meira né minna.


Þetta barn! það sem líf mitt er fullt af gleði með hana í kring. Hún er sannkallað fiðrildi og er nánast alltaf í góðu skapi. Ef hún er hrifin af einhverju þá elskar hún þar. Við erum algerlega búin að fara með henni í gegnum gott tímabil af Dóru og Klossa sem ég held svei mér þá að sjái fyrir endan á. Það hefur eitthvað með aldurinn að gera....


Það sem hún elskar núna eru kjólar og prinsessur, kisur og ís og nammi. Öll ber - vínber, bláber og jarðaber - nýjasta nýtt er samt að segjast ekki borða krækiber, þá er hún held ég að gleyma því að hún borðaði krækiber allt síðasta sumar - já, allt sumarið! Eða frá því að grænjaxlarnir komu, mögulega má kenna henni um slöku berjatíðina í fyrra.. Og hugsanlega er það ástæðan fyrir því að hún segist ekki borða lengur krækiber. Tíminn mun leiða það í ljós..


Prisnsessudæmið tekur alveg stundum á. Bæði afþví að ég sjálf er ekkert rosa hrifin af prinsessum og svo getur það reynst erfitt þegar prinsessan er ekki sátt við úrvalið af kjólum eða nánar tiltekið skósíðum kjólum því samkvæmt Rögnu Evey ganga Prinsessur ekki í neinu öðru. 

Nýlega lauk skemmtilegri lotu í leikksólanum sem nefnist áræðnilota þar sem systurnar æfðu sig í ýmsum kjarkæfingum. Þessar æfingar skiluðu sér vel heim og voru þær báðar duglegar að segja mér og sýna mér beint og óbeint frá því sem þær æfðu. Það sem ég átti glatt hjarta þegar ég horfði svo á litlu prinsessuna mína í alltof stórum kjól af systur sinni hoppa ofan af litla borðinu í dótaherberginu og góla að hún væri hugrökk prinsessa!                          

Árið hennar á Instagram.     
                                                                                
Þessi dama fer ekkert án þess að eftir henni sé tekið :-) Og ég er heppin mamma að fa að vera samferða henni <3

Kv. Dúdda.

No comments:

Post a Comment