Wednesday, May 7, 2014

Þetta líkar mér.

Eins og hefur oft komið fram þá nota ég pinterest mikið. Ef ég á dauða stund þá er mjög líklegt að ég eyði einhverjum tíma þar inni. Ég hugsa að ég setji hér inn annað slagið myndir af því sem mér líkar. Stundum eitthvað sem mig langar að búa til, stundum eitthvað sem mig langar til að kaupa og oftast einhver innblástur af þessu risastóra interneti.

Þessar myndir tala til mín í dag.


1// Með augum barnanna. 2// Einfalt að tjalda svona úti í garði. 3// Þessi rúmföt eru algerlega á óskalistanum. Fást hjá Esja Dekor! 4// Dásamlegur sumarkjóll. Gæti vel hugsað mér að klæðast honum í sumar. T.d. þegar við skellum okkur til Flateyjar. Sé það sko alveg fyrir mér!  :-)  5// Æðislega falleg glös frá Esja dekor. 6// Ég heillast alltaf af fallegum barnaherbergjum. Þarna er örugglega ekki leiðinlegt að búa.


Kv. Dúdda <3

1 comment:

  1. Ég er rétt að byrja að detta inn í pintrest...tímaleysi hefur heft mig í því að læra nægjanlega vel á það sem það hefur uppá að bjóða.
    Les alltaf dásamlega bloggið þitt og fer glaðari inn í daginn..
    Kveðja
    Heiða

    ReplyDelete