Tuesday, May 6, 2014

Myndin

Þetta er mögulega uppáhaldsmyndin mín af mér með börnunum. 

Sigríður systir tók hana síðasta sumar og setti hana með jólakortinu í fyrra. Þarna var ég búin að ferðast ein með börnin yfir fjöllin 8 frá Þorlákshöfn. Ástæðan fyrir þessum ferðalögum okkar síðasta sumar voru ekki bara sprottin af gríðarlegri heimþrá heldur líka til þess að ég gæti sannað fyrir sjálfri mér að ég gæti gert það sem ég vildi og gert það með þessum þremur molum. Það versta sem ég get hugsað mér er að verða einhverskonar fangi aðstæðna. 

Ég held að þetta sé akkúrat málið að maður sem foreldri geri það sem manni langi til en reyni þó að láta það hafa sem minnst áhrif á börnin. Ef ég tala til dæmis um námið mitt sem ég er búin að stunda í vetur þá reyndi ég að gera það þannig að þau fyndu sem minnst fyrir því. Ég lærði aðallega á meðan þau sváfu. Á álagspunktum þurftum við stundum að fá pössun en við erum öll heppin að eiga góða að svo þau voru alltaf á góðum stöðum. Frá því að við Elmar sóttum stelpurnar klukkan tvö á hverjum degi og þar til þau sofnuðu var ég bara mamma en ekki nemi. Það var algerlega besti tími dagsins! En núna er þetta allt búið í bili bara sumar og sól framundan og vonandi brjálað stuð! :-)

Kv. Dúdda <3

2 comments:

  1. Frábær mynd og þú ert hetja að hafa lagt í þetta ferðalag með börnin og sannað fyrir sjálfri þér að þú gætir það!

    ReplyDelete
  2. Ég er svo algjörlega sammála þér! Reyni einmitt reglulega að skora á sjálfa mig í allskonar sem vex mér í augum af því ég "þarf að vera með tvö börn með mér". Það heppnast alltaf vel ef ég er vel undirbúin og í góðu skapi :) Við getum allt!

    ReplyDelete