Friday, May 2, 2014

Teppið

Þetta fallega bútasaums-rúmteppi leyndist í afmælispakkanum frá Freyju ömmu og Marinó afa. En mamma er alger bútasaumssnillingur og bjó meira að segja til munstrið í teppinu. Við mæðginin erum gríðarlega ánægð með það og það sómir sér einstaklega vel á rúminu hans. 

En þessa dagana erum við að breyta aðeins til í herberegjaskipan og er Elmar Ottó nú einn eftir í herberginu sem ég sýndi ykkur um daginn. Núna er bara verið að þrífa og finna góða staði fyrir alla  hluti.

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment