Þetta er listi sem ég bjó til með stelpunum um daginn þegar við ræddum um það sem okkur langar til þess að gera í sumar. Ragna stakk uppá því að fara í búð, tína ber og blóm og að við myndum byggja hjartakastala. Erla talaði aðalega um að leika við krakka og að hjóla.
Ég ætla í sumar að fara til Flateyjar og helst oft. Við verðum hugsa ég aðallega hér á svæðinu að njóta þess sem það hefur uppá að bjóða en það er ansi margt! Svo er eitt sem ég hef ætlað að gera nokkur sumur en aldrei gengið en það er að hafa miðsumarveislu. Hvernig er annað hægt. Þetta er auðvitað dásamlegasti tími dagsins.
Listinn er auðvitað ekki tæmandi en allt á listanum skal gerast og svo miklu meira til!
Gleðilega helgi elskurnar. Njótið :-)
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment