Thursday, August 7, 2014

Brúðkaup

Brúðkaupsdagur Sigríðar Etnu og Ingólfs kom og fór. Ég var svo heppin að tengdaforeldrar mínir komu í sveitina og gættu barnanna svo ég gat notið mín í undirbúningnum. Undirbúningurinn var allskonar. Stressað fólk og lasinn brúðgumi. En eins og í öllum góðum sögum þá blessaðist allt. Og allt var fínt og flott þegar að stóru stundinni kom :-)

Það var ekkert að fara að gerast að Sigríður væri stödd á Tálknafirði eins og prinsessa og að stelpurnar mínar væru ekki þar til þess að sjá það svo þær mættu með okkur í kirkjuna og aðeins niður í sal.

Athöfnin var dásamleg. Falleg lög spiluð og sungin. Hér má sjá smá myndband við inngöngulagið sem var lagið Blackbird spilað á rafmagnsgítar. Ég fæ alveg netta gæsahúð við að hlusta á þetta aftur.

 Og hér má sjá svipbrigði systranna þegar þær sjá Ingólf leiða Sigríði upp að altarinu. Algjörlega heillaðar!

Ragna litla var mjög spennt fyrir lögunum og söng með þeim öllum eins og hún gat. Enda var hún með textann. Að vísu var það bara textinn við eitt af lögunum og þar að auki var blaðið á hvolfi allan tíman..
Útgöngulagið var svo spilað á píanó - Don-t stop believing. Hrikalega skemmtilegt!


Nýju hjónin mætt í veisluna á þessum líka svaka kagga. Þarna var terta sprengd í loft upp. Glimmer á himnum.



Skálað í appelsíni og kristal. Lakkrísrörin settu algerlega punktinn yfir i-ið.
Bjútí!

Salurinn var gullfallegur. En veislan var haldin í íþróttahúsinu hér á Tálknafirði sem er að auki félagsheimilið okkar. Með mörgum höndum tókst að gera hann svona


Veifur klipptar út og heftaðar á band og hengdar svo upp með stillans. Ljósakúlunum komið upp á sama hátt. 300 krukkur með kertum og blómum komið fyrir á réttum stöðum. Á borðum voru gular rósir og brúðarslör. Í andyri og sviði villt blóm frá Eysteinseyri. Ég veit ekki hvort þið trúið því en þetta er eina myndin sem ég tók af salnum. Já börnin góð svona getur dass af stressi farið með fólk! :-)

Í andyrinu var líka nammibar! Besta hugmynd í heimi. Ég get svo svarið það!


Brúðartertan skorin.


Að veislu lokinni var svo haldið yfir í Dunhaga þar sem við vorum auðvitað búin að skreyta líka með veifum og kertum og þessar dúllur dönsuðu fyrsta dansinn sem hjón.


Svona var svo dansgólfið eftir það. Heldur betur sem sveitaloftið er að gera sig fyrir rómansinn.

Foreldrar okkar í sveiflu.

Yndisleg stemmning.

Og hér er hún þessi brosandi blómarós með kraftaverkabumbubúann.


Stolt af þessari eins og af öllum mínum systkinum.


Kv. Dúdda <3






No comments:

Post a Comment