Sunday, November 9, 2014

Lopapeysa

Ég á mjög sennilega bestu tengdamömu í heimi. Hún er engill í mannsmynd. Ég er viss um að þeir sem þekkja hana séu sammála mér með það. Fyrir svolitlu síðan bauð hún mér að prjóna á mig lopapeysu. Hún vildi að ég myndi velja mynstur og liti. Hversu dásamlegt! Heppna ég :-)

Þessi litasamsetning hefur lengi verið á óskalistanum og kom hún að mínu mati sérlega vel út.

Vona að þið eigið góðan sunnudag. Núna er Alli að vinna, dæturnar í afmæli og Elmar að leggja sig. Svo núna er það bara ég, pinterest og ljúfir tónar. Planið er svo að tækla draslið í einum grænum seinna í dag og eiga dásamlegt kvöld :-)


Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment