Monday, April 6, 2015

Páskar 2015

Góðir páskar að baki og ennþá einn frídagur eftir. Ef eitthvað frí hefur komið á réttum tíma þá var það þetta. Mér finnst það líka fara mér vel að vera í fríi ;-)

Allt í drasli, búnar að föndra aðeins og allir sáttir- megnið af fríinu allavega :-)

Einbeitingin í lagi

Við hjónin áttuðum okkur á því um daginn að við áttum nýlega 11 ára sambandsafmæli. Það finnst mér merkilegt. Við erum góð saman.

Systurnar ánægðar eftir páskaeggjaleit hjá UMFT.

Fjöruferð á páskadag.

í fyrsta sinn í alltof langan tíma.

Erlu fannst eðlilegt að ætla að vaða í sjónum en lét sér nægja að dýfa stóru tánni útí, í þetta sinn.

Stígvélið týnt.

Fólkið mitt.

Ragna búin að gera varðeld. Gott með ímyndunaraflið :-)


Stóran mín sem bara stækkar og stækkar. 

Sumar af þessum myndum hafa ratað inná instagramið mitt: @jeduddamia. Ykkur er velkomið að fylgja mér þar.

Ég vona að þið hafið öll haft það gott um páskana.

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment