Tuesday, April 21, 2015

Molar

Hér koma fullt af molum frá síðustu vikum.  Hjá okkur hefur verið nóg að gera og eru mjög miklar breytingar framundan hjá okkur. Á meðan ég held áfram að smella af myndum af þessum gullmolum mínum verð ég að halda áfram að setja þá hér inn. Ég má ekki gleyma.


Bestu pepparar í heimi. Þeim finnst ég alltaf fyndin og það þarf ekki að leggja mikið á sig til þess að slá í gegn.



Mín bestu.

 Mynd af heklinu mínu. Kannski verður þetta einhverntíma að teppi. Kannski og vonandi. En á meðan ég safna dúllum þá er þetta aldeilis fallegt svona. Ég er nú komin með svolítið fleiri dúllur í dag en ég þarf svolítið að hemja mig með þennan dásamlega fallega lit. Vil helst hafa hann í þeim öllum. Kemur í ljós hvernig þetta kemur út :-)

 Ís úti um allt. 

Sólargeislinn Ragna Evey sem nú er orðin fjögurra ára. Það er vel við hæfi að fagna afmælinu hennar á sjálfan sumardaginn fyrsta.

 Vel sáttur Elmar Ottó.


Þessi kom leið heim um daginn og sagði mér að það hefðu verið tveir krakkar sem hafi sagt að hún og Sigríður væru ekki skyldar. Ég róaði hana og sagði að það væri ekki rétt, að þær væru víst skyldar. Hún róaðist við þær fréttir en spurði svo strax hvað það þýði eiginlega að vera skyldar. Sum móment verður að "festa á filmu" til að muna eftir gullkornunum.

 Erla Maren duglega skólastúlka. Alvarleg í bragði.

Þegar dagarnir eru svona þá var mér eiginlega sama um snjóinn.


Þegar maður er svona fín þá fer maður í hlífðarbuxur undir pilsið og rennir ekkert upp. ,,Annars sér enginn hvað ég er fín!"
Langþráður draumur rættist þegar þessi fékk að skúra. Hún prófaði að vísu bara smá, sá fljótt að þetta var ekkert stuð;-)

Eiginlega alltaf góð saman :-)

Ragna Evey lifir sig inní sjónvarpsefnið.

Playmo-veröld.


Kv. Dúdda <3

1 comment:

  1. Okay, ég bilast! Flottar myndir og skemmtileg skyldleika saga:)

    ReplyDelete