Monday, January 4, 2016

Markmiðssetning

Áramótin nýliðin og þá er svo klassístkt að setja sér áramótaheit og markmið. Mitt áramótaheit í ár er að búa mér til markmið fyrir hvern mánuð.

Ég byrjaði á að setjast niður og skrifa niður alla draumana mína - það verður ekki raunhæft að ná þeim öllum á þessu ári en það er fínt að hafa þá á einu blaði til þess að renna yfir fyrir hvern mánuð.

Ég hef í nokkur ár notað markmiðssetningu mikið en þegar ég hefði mest þurft á því að halda á síðustu önn þá notaði ég það sama og ekkert og árangurinn eftir því. Það var held ég einfaldlega of mikið af hugsunum og pælingum í gangi held ég. Þess vegna gerðu áramótin mér svo gott. Það er svo mikil umræða um þetta allt saman og það gefur manni spark í rassinn.






Það sem er mikilvægt fyrir mér er að reyna að vera raunsæ þegar ég set mér markmið. Hef þau viðráðanleg en þó þannig að þau reyni aðeins á.


Mér finnst líka gott að verðlauna mig. Hafa í huga einhverja smá umbun sem ég má leyfa mér þegar markmiði hefur verið náð.


Lykilatriði fyrir mig er að skrifa niður og jafnvel hafa markmiðin vel sjáanleg. Dagbækur eru í þessu sambandi mjög góðar. Ég fékk einmitt dásmalega bók í jólagjöf frá tengdaforeldrum mínum sem heitir Tíminn minn 2016. En það er mikið úrval af fallegum dagbókum í dag. Fyrir mér er mikilvægt að mín sé á íslensku.



Markmiðin mín snúa m.a. að heimilinu, mér sem mömmu og manneskju, tengd náminu, vinnunni, sparnaði, hreyfingu ofl. Ef ég ætla að geta púslað öllu því sem ég vil inní líf mitt þá bara verð ég að vera skipulögð.



Það sem er samt líka mikilvægt er að muna að vera góð og sanngjörn við mig sjálfa þegar illa gengur að muna að ég er mannleg. Þá er hins vegar ekki gott að ætla sér bara að setja sér markmið einu sinni á ári og úr því að það klúðrist í fjórða mánuði ársins að þá verði maður að bíða til næstu áramóta með að reyna aftur ;-)








Allt í áttina að verða besta útgáfan af mér.

Kær kveðja Dúdda <3


Myndir úr þessari fínu möppu frá mér á pinterest.

Hér eru svo 52 góð ráð til að hvetja sig áfram. Ef það dugar ekki til gæti verið gott að horfa á þetta stutta myndband.




1 comment:

  1. Þetta er gott markmið Dúdda! Í "orð ársins" pælingunum sem ég er í er einmitt svona pæling með að doodla og eða skrifa inn draumana fyrir árið og svo setja það í ramma mánuð fyrir mánuð... ég komst 6 mánuði fram í tímann í nákvæmara planinu og eitthvað mun bætast við. Ætla að leyfa mér að lifa aðeins í árinu áður en næstu 6 mánuðir þar á eftir verða settir inn. Þú stendur þig vel! Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.

    ReplyDelete