Wednesday, April 21, 2010

DIY - að stensla á efni :-)

Úhú!! Þetta var gaman! Og nú á ég ofur sætan innkaupapoka! :-)
Það sem ég notaði var: Innkaupapoki, freezer paper, kalkí pappír, hníf, fata málningu og svamp

Byrjaði á að nota kalkí pappírinn til að koma textanum á freezer pappírinn
Skar svo stafina út..
Straujaði svo pappírinn á innkaupapokann

Og svo notaði ég svampinn til að bera málninguna á pokann. Passa bara að setja plastpoka inní pokann til að liturinn smiti ekki bakhliðina. Svo bara látið þorna og pappírinn rifinn af.


Erla Maren frekar sátt :-)

Fylgist svo spennt með á föstudaginn, því þá verður gleði gleði!! :-)

Og já ekki má gleyma að ég lærði þetta hér.3 comments:

  1. fínt! :D svo er voða sniðugt að skera út allt stafrófið í þykkan pappír/pappa og þá á maður alla stafina tilbúna í staðin fyrir að þurfa að skera út mörg "r" og mörg "s" :) :)

    ReplyDelete
  2. Hvar fær maður svona freezer pappír?

    ReplyDelete
  3. ég keypti hann hjá bót.is hér á Selfossi. En það er held ég hægt að panta líka á netinu hjá þeim.

    ReplyDelete