Húsbóndinn fékk sitt jóla dagatal. Þetta eru 24 miní-bréf, hengd á snúru út í glugga. Fann þessa rosa fínu klemmur í Tiger um daginn svo ég ákvað að smella í eitt svona dagatal.
Haldiði að það sé ekki dásamlegt að byrja daginn á að fá eins og eina ástarjátningu, hrós eða loforð í svona bréfi? Mér allavega sýndist það í morgun á mínum manni ;-)
Sýni ykkur svo einn sætan pakka sem ég pakkaði inn fyrir litlu jólin hjá vinkonunum.
Einfallt og gott.
.. og svo hlýt ég að fara að smella inn innpökkunarhugmyndunum ;-)
Þetta er frábær hugmynd! Núna er ég að gera svona handa mínum manni en ég á pínu erfitt með að finna fyrir alla dagana :)
ReplyDeleteFann bloggið ykkar í dag, á eftir að koma reglulega hér inn.
Þetta er snilld :) Alli er svo heppin með konuna sína ;)
ReplyDelete